top of page
Angústúra_315bw (1).jpg

UM ÚRBANISTAN

Úrbanistan starfar á mörkum arkitektúrs og annarra listsgreina og fæst við fjölbreytt hönnunar-, varðveislu-, stefnumótunar- og skipulagsverkefni auk þess að stunda útgáfu, sýninga- og kvikmyndagerð er snýr að eðli og umbreytingu manngerðs umhverfis. 

Anna María Bogadóttir, arkitekt og menningarfræðingur, er eigandi Úrbanistan. Hún leggur áherslu á menningar- og félagslegar hliðar arkitektúrs sem hún nálgast frá sjónarhóli daglegs lífs í samhengi flókinna kerfa og hvata. Anna María vinnur með arf, frásagnir og miðlun sem umbreytandi afl í byggðu umhverfi og verk hennar finna sér farveg þvert á miðla á vettvöngum arkitektúrs, ritlistar og sjónlista. 

 

Anna María er löggiltur mannvirkjahönnuður, skipulagsráðgjafi og dósent við arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Hún lauk meistararáðu í arkitektúr frá Columbia Háskóla í New York árið 2009 en hafði áður starfað í um áratug við menningar- og sýningarstjórn á Íslandi og Danmörku og lokið M.A. gráðu í menningarfræði og M.Sc. gráðu í stafrænni hönnun og miðlun.

Anna María heldur reglulega opinber erindi á sviði borgarþróunar og byggingavarðveislu og hefur sinnt fjölda trúnaðarstarfa á sínum fagvettvangi. Hún situr meðal annars í Minjaráði Reykjavíkur og nágrennis. 

Í þróun og úrlausn verkefna vinnur Úrbanistan í samstarfi við fagaðila á sviði manngerðs umhverfis, menningar og lista. Meðal þeirra sem Úrbanistan hefur unnið með og fyrir eru: Basalt arkitektar, Borgarsögusafn, Kópavogsbær, Landslag, Landsvirkjun, Lota, Mannvit, Nordic Innovation, Nordregio, Reitir, Reykjavíkurborg, Studio Granda, Suðurnesjabær, Ydda arkitektar, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Angústúra forlag, Hafnarborg, Listasafn Reykjavíkur, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Norræna húsið, Ríkisútvarpið, Snæfríð & Hildigunnur.

 

bottom of page